Fara í aðalinnihald
Lærisneiðar í raspi
Lærisneiðar í raspi er eitt af þessum klássiskum íslenskum réttum sem ég ólst upp við.
Hráefni
- Lærisneiðar úr einu lambalæri
- 1,5 dl hveiti
- 2 egg
- 2,5 dl rasp
- olía
- smjör
- salt og pipar
Aðferð
- Gott er að hafa kjötið við stofuhita.
- Setjið hveiti í skál
- Brjótið eggin í aðra skál og sláið þau í sundur
- Setjið rasp í þriðju skálina.
- Setjið olíu og smjör á pönnu, ágætt að hafa 2 hluta af olíu á móti einum af smjöri.
- Veltið lærissneiðunum upp úr hveitinu, þá eggjunum og loks raspinu.
- Steikið sneiðarar dágóða stund í olíunni/smjörinu á báðum hliðum þangað þær eru fallega brúnar.
- Kryddið með salti og pipar.
- Raðið sneiðunum í eldfast form, hellið restinni af olíunni yfir, setjið álpappír yfir og eldið í 100°C heitum ofni í um eina klst.
Framsetning
- Bera fram með eftirfarandi meðlæti
- Rabbabarasulta
- Græna baunir
- Steiktar eða brúnaðar kartöflur