Lærisneiðar í raspi

Lærisneiðar í raspi er eitt af þessum klássiskum íslenskum réttum sem ég ólst upp við.

Hráefni

  • Læ­risneiðar úr einu lamba­læri
  • 1,5 dl hveiti
  • 2 egg
  • 2,5 dl rasp
  • olía
  • smjör
  • salt og pip­ar

Aðferð

  • Gott er að hafa kjötið við stofu­hita. 
  • Setjið hveiti í skál
  • Brjótið egg­in í aðra skál og sláið þau í sund­ur
  • Setjið rasp í þriðju skál­ina. 
  • Setjið olíu og smjör á pönnu, ágætt að hafa 2 hluta af olíu á móti ein­um af smjöri. 
  • Veltið lærissneiðunum upp úr hveit­inu, þá eggj­un­um og loks raspinu. 
  • Steikið sneiðarar dágóða stund í ol­í­unni/smjör­inu á báðum hliðum þangað þær eru fal­lega brún­ar.
  • Kryddið með salti og pip­ar. 
  • Raðið sneiðunum í eld­fast form, hellið rest­inni af ol­í­unni yfir, setjið álp­app­ír yfir og eldið í 100°C heit­um ofni í um eina klst.

Framsetning

  • Bera fram með eftirfarandi meðlæti
    • Rabbabarasulta
    • Græna baunir
    • Steiktar eða brúnaðar kartöflur