Fara í aðalinnihald
Sjóræningjasúpa með hakki
Þessi súpa er alltaf góð og ekki skemmir að elda góðan skammt og eiga afgang
Hráefnið
- 5 kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
- ½ – 1 sæt kartafla, flysjuð og skorin í bita
- 1 laukur, saxaður smátt
- 2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
- ólífuolía
- 1,5 lítrar nautakraftur (eða vatn og kjötkraftur)
- 1 gul paprika, skorin í bita
- 1 rauð paprika, skorin í bita
- 3 gulrætur
- 500-600 g hakk
- 2-3 dl tómatasósa (eða t.d. Jamie Oliver tómat/basiliku pastasósu, 1 krukka)
- 1 tsk cumin
- 2 tsk paprikuduft
- 2 tsk oregano
- salt og pipar
- 1-2 tsk sambal oelek eða annað chilimauk (mjög sterkt!)
- Sýrður rjómi
Aðferðin
- Laukur og hvítlaukur er steiktur upp úr olíu í stórum potti þar til laukurinn er orðin mjúkur.
- Þá er hakkinu bætt út í og það steikt.
- Því næst er paprikunni og gulrætunum bætt út í ásamt tómatsósunni og kryddunum.
- Svo er nautakraftinum bætt út í.
- Suðan er látin koma upp og þá er kartöflubitarnir og sætu kartöflubitarnir settir út í og súpan látin malla í ca. 15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru soðnar.
- Súpan er smökkuð til með salti, pipar, sambal oelek og fleiri kryddum ef þarf.
Framsetning
- Súpan er borin fram með sýrðum rjóma.